Nýtt verkefni um stöðu umhverfismála

RHA hefur tekið að sér verkefni sem varðar mat á stöðu umhverfismála á svæðinu við Krossanes á Akureyri. Miðað er við að lýsa stöðu umhverfismála um það leyti sem Becromal verksmiðjan er að hefja starfsemi sína á svæðinu og á fyrstu rekstrar­árum hennar eða tímabilið 2009-2012.

Umsóknir í Sprotasjóð 2012-2013

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Sprotasjóð á vefslóðinni http://www.sprotasjodur.is/  
Hægt er að sækja um í sjóðinn frá 1.- 29. febrúar.

Forstöðumannaskipti á RHA

Hjalti Jóhannesson tekur nú um áramótin við starfi forstöðumanns RHA í fjarveru Guðrúnar Rósu Þórsteinsdóttur. Var henni veitt launalaust leyfi frá störfum á árinu 2012 og mun á þeim tíma verða búsett á Nýja Sjálandi. Embla Eir Oddsdóttir mun hins vegar taka við verkefnum Guðrúnar á vettvangi Northern Research Forum.