Kínverska-norræna norðurslóðaráðstefnan afstaðin

Er kreppunni lokið? - Kynning á hótel KEA 22. maí 2014

Eyjafjarðarsveit: Skólaakstur og almenningssamgöngur

Launakönnun fyrir Kópavogsbæ

RHA vann launakönnun fyrir Kópavogsbæ þar sem kannað var hvort kynbundin launamunur væri hjá sveitafélaginu. Niðurstaðan er sú að kynbundinn munur á leiðréttum heildarlaunum hjá Kópavogsbæ er 3,25% körlum í vil. Könnunin náði til allra fastráðinna starfsmanna bæjarins sem voru í að minnsta kosti 40% stöðugildi. Alls voru það 1.752 starfsmenn eða 80% allra þeirra sem starfa hjá bænum. Bæjarstjórn, bæjarstjóri, nefndafólk og tímavinnufólk var þó undanskilið. Í rannsókninni voru borin saman dagvinnulaun og heildarlaun karla og kvenna en heildarlaun eru dagvinnulaun auk yfirvinnu og álags. Til að finna út kynbundinn launamun eða óútskýrðan launamun kynjanna var tekið tillit til þátta sem hafa áhrif á laun, svo sem starfsheiti, lífaldur, vaktavinna, lausar yfirvinnustundir og svið. Nánari upplýsingar má finna hér

Ný rannsókn um viðhorf til jafnréttis og mismununar á íslenskum vinnumarkaði

Út er komin rannsóknarskýrsla sem RHA gerði fyrir Jafnréttisstofu um viðhorf stjórnenda fyrirtækja með 25 starfsmenn eða fleiri til jafnréttismála og mismununar á íslenskum vinnumarkaði. Rannsóknin var hluti af samstarfi Jafnréttisstofu við Mannréttindastofu Íslands og Fjölmenningarsetur og styrkt af Progress áætlun Evrópusambandsins. Skýrsluna má finna hér.

Vaðlaheiðargöng, áhrif á samfélag?

RÚV birti í kvöldfréttum sjónvarps þann 7. febrúar sl. frétt um að ekki hefur farið fram úttekt á samfélagsáhrifum Vaðlaheiðarganga þrátt fyrir umfang framkvæmdarinnar og rannsókna á öðrum þáttum sem hana varða. Meðal annars var rætt við sérfræðing RHA um málið en miðstöðin hefur gegnum tíðina komið að nokkrum slíkum verkefnum. Fréttina má sjá hér.

Norræn listahátíð á Akureyri

20.-23. ágúst næstkomandi verðu haldin Norræn þjóðlistahátíð á Akureyri. RHA - Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri hefur umsjón með ráðstefnunni og fer hún fram í húsakynnum Háskólans á Akureyri. Miðasala fer fram á www.tradition.is og opnar upp úr miðjum febrúar.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Sprotasjóð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Sprotasjóð fyrir skólaárið 2014-2015. Hægt er að sækja um rafrænt á vef Sprotasjóðs frá 13. jan. til 28. febrúar.

www.sprotasjodur.is 

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Vésteinsdóttir hjá Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri í síma 460-8904 eða í tölvupósti á sv@unak.is

RHA vinnur nú að könnun meðal nemenda þriggja opinberra Háskóla

Allir opinberru Háskólar landsins senda nú frá sér sameiginlega könnun til að kanna afstöðu nemenda og útskrifaðra nemenda til námsins við skólana og hvernig það nýtist þeim í lífi og starfi. Könnunin er gerð á vegum samstarfsnets opinberru háskólanna og er kostuð af samstarfinu.
Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri hefur tekið að sér að framkvæma könnunina fyrir þrjá skóla þ.e. Háskólann á Akureyri, Háskólann á Hólum og Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. En Félagsvísindastofnun framkvæmir könnunina meðal nemenda í Háskóla Íslands.  Könnunin er nýr og mikilvægur liður í gæðastarfi háskólanna og mun nýtast þeim við gerð innra mats deilda og sviða. Með því að senda staðlaða könnun á alla nemendur ríkisháskólana er verið að auðvelda samanburð á milli skóla og efla gæðastarf skólanna.


SeGI - Services of General Interest

ESPON verkefninu SeGI - Indicators and Perspectives for Services of General Interest in Territorial Cohesion and Development lauk á síðasta ári. Var RHA meðal 11 stofnana sem þátt tóku í verkefninu og vann Hjalti Jóhannesson einkum að rannsóknum fyrir okkar hönd.