Vel heppnuð ferð North Hunt

Aðilar frá RHA – Rannsókna og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri og Rannsóknamiðstöð ferðamála sem eru aðilar að North Hunt skruppu austur til Egilsstaða dagana 29 – 30 janúar sl. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að taka viðtöl við frumkvöðla og stefnumótunaraðila á svæðinu og hins vegar að koma á fót fyrirtækjahóp.

Rannsóknir og nýsköpun - Kynningarfundur

Kynningarfundinum Rannsóknir og nýsköpun - sóknarfæri til framfara er nú nýlega lokið í anddyri Borga v/Norðurslóð. Erindi fluttu aðilar frá RANNÍS, Impru og AFE (Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar) og fundarstjóri var Hans Kristján Guðmundsson, deildarforseti viðskipta- og raunvísindadeildar Háskólans á Akureyri.

North Hunt fær 1,1 milljón evra í styrk

Skotveiðiverkefnið North Hunt hefur fengið styrk uppá 1.1 milljón evra úr Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins á tímabilinu 2008-2010. Verkefnið miðar að því að þróa sjálfbæra skotveiðitengda ferðaþjónustu á dreifbýlum svæðum í Norður Evrópu, þar sem rannsóknarsvæðin eru jaðarsvæði Finnlands, Svíþjóðar, Íslands, Skotlands og Kanada.