Málþing um eldri starfsmenn

Fimmtudaginn 25. september sl. stóð verkefnisstórn Vinnumálastofnunar um 50+ fyrir málþinginu "Eldri starfsmenn - akkur vinnustaða" á Akureyri. Hjalti Jóhannesson, sérfræðingur RHA og Kjartan Ólafsson, lektor og fyrrverandi sérfræðingur hjá RHA héldu sameiginlegt erindi sem þeir kölluðu “Vinnan skapar manninn -  um einangraða vinnumarkaði og atvinnuháttabreytingar á landsbyggðinni".

RHA – býður nýtt starfsfólk velkomið til starfa

 

Undanfarnar vikur hafa nokkrir nýir starfsmenn bæst í hópinn hjá RHA. Hjá stofnuninni eru nú starfandi  17 manns í 13 stöðugildum og að auki hýsir RHA eina stöðu á vegum iðnaðarráðuneytisins. Þeirri stöðu gegnir Tómas Þór Tómasson og felst það í vinnu við 2. áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma.

Samstarfssamningur undirritaður

Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir forstöðumaður RHA og Helgi Laxdal stjórnarformaður Fiskifélag Íslands undirrituðu í dag,  samstarfssamning um verkefni sem  ætlað er að miðla fróðleik um hollustu sjávarfangs. Markmið þess er einnig að vekja athygli á sjávarútveginum, þessari mikilvægu atvinnugrein okkar Íslendinga.

Jafnréttisrannsóknir við Háskólann á Akureyri

Í byrjun júní stóðu Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri og Jafnréttisstofa  fyrir málþingi um rannsóknir í jafnréttismálum við Háskólann á Akureyri. Markmiðið með málþinginu var að kynna rannsóknir í jafnréttismálum. Einnig var fundurinn hugsaður sem vettvangur til þess að ræða og kynna það sem er í gangi í þessum málaflokki.

Rannsókn á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunar á Austurlandi, áfangaskýrsla II

Út er komin skýrslan "Rannsókn á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi Rannsóknarrit nr. 5: Áfangaskýrsla II, stöðulýsing í árslok 2007". Þetta er önnur áfangaskýrslan í verkefninu "Rannsókn á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunar á Austurlandi". Verkefnið er unnið samkvæmt þingsályktun frá 11. mars 2003 og hófst vorið 2004. Fjórir aðilar koma að verkefninu, Byggðarannsóknastofnun, Þróunarfélag Austurlands, Byggðastofnun og Iðnaðarráðuneytið. Rannsóknarverkefnið mun standa í sex ár eða frá árinu 2004 til loka ársins 2009. Ritstjóri skýrslunnar er Hjalti Jóhannesson og aðrir höfundar efnis eru Auður Magndís Leiknisdóttir, Enok Jóhannsson, Jón Þorvaldur Heiðarsson, Kjartan Ólafsson, Tryggvi Hallgrímsson, Valtýr Sigurbjarnarson.

Sú skýrsla sem hér liggur fyrir er önnur megin áfangaskýrsla verkefnisins, en áður hafa komið út fjórar skýrslur á vegum þess:

Future challenges for the seafood industry

Þann 12. júní næstkomandi verður ráðstefna á vegum Háskólans á Akureyri um framtíðaráskoranir í sjávarútvegi. Á ráðstefnunni verður framtíð sjávarútvegs rædd frá ýmsum hliðum. Innlendir og erlendir fræðimenn og atvinnurekendur sem teljast margir hverjir fremstir á sínu sviði munu þar fjalla um fjölbreytt efni. Til dæmis um framtíðarhorfur þorskstofna í heiminum, fjárfestingarmöguleika í alþjóðlegum sjávarútvegi og um hvað má læra af því sem vel er gert í fiskveiðistjórnun.

Future challenges for the seafood industry

Þann 12. júní næstkomandi verður ráðstefna á vegum Háskólans á Akureyri um framtíðaráskoranir í sjávarútvegi. Á ráðstefnunni verður framtíð sjávarútvegs rædd frá ýmsum hliðum. Innlendir og erlendir fræðimenn og atvinnurekendur sem teljast margir hverjir fremstir á sínu sviði munu þar fjalla um fjölbreytt efni. Til dæmis um framtíðarhorfur þorskstofna í heiminum, fjárfestingarmöguleika í alþjóðlegum sjávarútvegi og um hvað má læra af því sem vel er gert í fiskveiðistjórnun.

Strætó milli Akureyrar og nágrannabyggða - ný skýrsla RHA

Út er komin skýrslan ,,Strætó milli Akureyrar og nágrannabyggða”. Skýrslan er unnin fyrir Eyþing og þar er skoðaður grundvöllur fyrir strætóferðum á svæði umhverfis Akureyri sem afmarkast af Siglufirði, Hrafnagili, Grenivík, Húsavík og Reykjahlíð við Mývatn. Höfundur skýrslunnar er Jón Þorvaldur Heiðarsson.

Matvælasetur Háskólans á Akureyri hefur hlotið styrk til fræðsluefnisgerðar

Menningarráð Eyþings úthlutaði í vor verkefnastyrkjum til menningarstarfs á starfssvæði Eyþings.  Matvælasetrið hlaut styrk til  að gera fiskiveggspjald og einblöðung  sem miðlar fróðleik um hollustuna úr hafinu  og þann fjölbreytileika sem matarkistan  hafið býður uppá.

RHA- Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri auglýsir eftir sérfræðingi

RHA Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri er öflug rannsóknamiðstöð sem fæst við rannsóknir af ýmsu tagi m.a. á samfélagsmálum í víðum skilningi, byggðamálum, sveitarstjórnarmálum, atvinnumálum, samgöngumálum, stjórnsýslu, nýsköpunarmálum, mati á umhverfisáhrifum auk framkvæmdar kannana og þjónusturannsókna af ýmsu tagi. Vegna aukinna verkefna er auglýst eftir sérfræðingi til rannsókna- og ráðgjafastarfa í fullt starf.