RHA tekur þátt í Vísindavöku RANNÍS

Þann 22.-23. ágúst fór fram í Háskólanum á Akureyri ráðstefnan Loftslagsbreytingar á norðlægum svæðum (Climate Change in Northern Territories. Sharing Experiences, Exploring New Methods and Assessing Socio-Economic Impacts). Ráðstefnan var samvinnuverkefni Evrópuverkefnisins ESPON – ENECON og Rannsóknarþings Norðursins (NRF). Bæði verkefnin eru vistuð við RHA – Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri. Alls voru flutt 48 erindi um málefni Norðurslóða auk opnunarávarps Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands. Ráðstefnuna sóttu alls 110 manns frá 14 löndum. Helmingur þátttakenda eða 57 voru þó Íslendingar, flestir þeirra frá HA og Akureyri. Starfsmenn Háskólans á Akureyri fluttu alls 14 erindi á ráðstefnunni. Það mun vera metfjöldi á framlögum starfsmanna skólans á alþjóðlegri ráðstefnu. Ráðstefnan tókst mjög vel og var hún mikilvægt framlag til umræðu um umhverfismál á norðurslóðum. Erindin voru tekin upp og verða birt innan skamms á heimasíðu ráðstefnunnar.
Yfirskrift ráðstefnunnar
er:
CLIMATE CHANGE IN NORTHERN
TERRITORIES
Sharing
Experiences and Exploring New Methods Assessing Socio-Economic Impacts
Þetta er 7. ráðstefna Rannsóknarþings Norðursins, e: Northern Research Forum (NRF) en áður hafa ráðstefnur NRF verið
haldnar, auk Íslands, í Rússlandi, Kanada, Bandaríkjunum, Finnlandi og Svíþjóð. Að þessu sinni er rannsóknaþingið
haldið í samvinnu við Evrópuverkefnið ESPON/ENECOM hér á Akureyri í húsakynnum Háskólans.
Yfirskrift ráðstefnunnar er Umhverfisbreytingar á norðlægum slóðum og verða um 60 erindi flutt á ráðstefnunni í fjölda málstofa. Yfir hundrað manns hafa þegar skráð sig og er búist við um 120 þátttakendum. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson opnar ráðstefnuna. Tveir starfsmenn RHA verða með erindi á ráðstefnunni, Eva Halapi með erindið: Climate Change – Perceptions and knowledge among young adults in Iceland og Anna Lilja Sigurvinsdóttir með erindið: Awareness, perception and attitudes on global climate change among Icelanders.
Ráðstefnan verður haldin í Háskólanum á Akureyri dagana 22.-23. ágúst. Allar nánari upplýsingar og skráningareyðublað er að finna á www.nrf.is
Norðurslóðanet Íslands - þjónustumiðstöð norðurslóða (Icelandic Arctic Cooperation Network) er sameiginlegur vettvangur stofnana, fyrirtækja og annarra hagsmunaaðila á Íslandi sem vinna að málefnum norðurslóða. Norðurslóðanetið hvetur til fjölbreytilegrar þátttöku hagsmunaaðila frá öllum landshlutum. Tilgangur netsins er að styðja við samstarf félaga sinna; auka sýnileika og skilning á málefnum svæðisins; upplýsa áhugasama innanlands og erlendis um þá þekkingu, reynslu og mannauð sem Ísland býr yfir; einfalda aðgengi að upplýsingum um norðurslóðir; og veita leiðbeiningar og ráðgjöf þeim sem til netsins leita. www.arcticiceland.is
RHA gerði úttekt á launakjörum starfsfólks Akureyrarbæjar árið 2012 og var rannsókninni sérstaklega ætlað að varpa ljósi á hugsanlegan kynbundinn launamun meðal starfsmanna bæjarins.
Helstu niðurstöður eru að óútskýrður launamunur karla og kvenna var 3,9% í heildarlaunum starfsfólks í fullu starfi þegar búið var að taka tillit til menntunar, starfs, deildar, aldurs, starfaldurs og vinnutíma. Óútskýrður launamunur karla og kvenna var 1,5% í dagvinnulaunum starfsfólks uppreiknuð miðað við fulla stöðu þegar búið var að taka tillit til menntunarálags, starfs, deildar, aldurs, starfaldurs og vinnutíma, körlum í vil.
Í úttekt sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði árið 1998 á launum starfsfólks Akureyrarbæjar kom í ljós að þegar búið var að taka tillit til menntunar, starfs, deildar, aldurs, starfaldurs og vinnutíma voru heildarlaun kvenna 8% lægri en heildarlaun karla. Þessi munur var kominn niður í 2-3% árið 2007 en hefur nú hækkað lítillega aftur og er 3,9% í þessari nýju rannsókn RHA.
Hvað dagvinnulaunin varðar þá kom í ljós í úttektinni árið 2007 að þegar búið var að taka tillit til áhrifaþátta voru dagvinnulaun kvenna 1,0% hærri en dagvinnulaun karla. Nú hefur þetta snúist við og hafa konur nú 1,5% lægri dagvinnulaun en karlar að teknu tilliti til áhrifaþátta.
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segist ánægður með að þessi rannsókn hafi verið gerð og telur mikilvægt að slík vinna fari reglulega fram. „Ég gerði mér vonir um að niðurstaðan væri ekki síðri en árið 2007 og helst betri því auðvitað á kynbundinn launamunur ekki að þekkjast. Hins vegar kemur í ljós að það hefur heldur sigið á ógæfuhliðina ef svo má að orði komast þótt breytingin sé ekki mikil og kynbundinn launamunur hjá okkur sé talsvert minni en hjá öðrum miðað við kannanir. Nú er það okkar hlutverk að rýna í tölurnar og skoða hvar við getum bætt okkur.“ segir Eiríkur Björn.
Bæjarráð, samfélags- og mannréttindaráð og kjarasamninganefnd Akureyrarbæjar hafa ákveðið að stofna vinnuhóp sem hefur það hlutverk að greina ástæður þess að munur mælist á launum kynjanna og gera tillögur að úrbótum.