Kynning á samfélagsáhrifum á Austurlandi í sjónvarpinu

í þættinum Nýsköpun - íslensk vísindi mánudaginn 21. febrúar s.l. var m.a. fjallað um rannsókn á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi sem RHA vann að á árabilinu 2004-2010. Greindi Hjalti Jóhannesson, verkefnisstjóri rannsóknarinnar þar frá helstu niðustöðum hennar í viðtali við Ara Trausta Guðmundsson.

Skýrsla RHA kynnt á fjölmennum fundi um fiskveiðistjórnunarkerfið 1. febrúar

Meðal frummælenda á fundinum sem haldinn var í menningarhúsinu Hofi á Akureyri var Stefán Gunnlaugsson, lektor við Viðskiptadeild HA. Kynnti hann þar niðurstöðu skýrslu RHA Áhrif innköllunar aflaheimilda á stöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Skýsluna vann hann ásamt Jón Þorvaldi Heiðarssyni, lektor við Viðskiptadeild og sérfræðingi við RHA og Ögmundi H. Knútssyni, dósent við Viðskiptadeild. Var fundinn afar fjölmennur og umræður líflegar um málefnið eins og nærri má geta.

Services of General Interest - Nýtt verkefni á vegum ESPON sem RHA tekur þátt í

Fyrsti vinnufundur í þriggja ára verkefni á vegum ESPON áætlunarinnar var haldinn í Svíþjóð 21. - 22. janúar síðastliðinn. Að verkefninu "Indicators and Perspectives for Services of General Interest in Territorial Cohesion and Development" (SeGI) standa 11 háskólar og rannsóknastofnanir í Evrópu undir forystu Konunglega tækniháskólans í Stokkhólmi (KTH).

Rannsakað verður hlutverk margvíslegrar almennrar þjónustu og samspil við þróun byggðar á mismunandi svæðum Evrópu. Hluti af verkefninu verður "case study" á 10 svæðum og mun íslenska dæmið verða Norðurland eystra. Fyrir hönd RHA/HA munu Hjalti Jóhannesson og Ingi Rúnar Eðvarsson einkum starfa að rannsókninni.

Yfirlit yfir rannsóknasjóði

RHA hefur nú tekið saman yfirlit yfir helstu rannsóknasjóði og aðra styrkjamöguleika innanlands og erlendis á helstu fræðasviðum sem Háskólinn á Akureyri starfar á.

Auglýst eftir umsóknum í Rannsóknasjóð HA

RHA minnir á lokafrest til að sækja um styrk til Rannsóknasjóðs Háskólans á Akureyri. Umsóknareyðublað og reglur sjóðsins er að finna hér á heimasíðu RHA.

Umsækjendur athugi að hafi þeir sótt um styrk í sjóðinn áður og fengið úthlutað, þá þarf framvindu- eða lokaskýrsla að liggja fyrir hjá sjóðstjórn áður en hægt er að afgreiða nýja umsókn.

Umsóknir og fylgigögn skulu vera í tvíriti og þurfa að berast til RHA – Stjórnsýsla rannsókna, Borgum v/Norðurslóð, fyrir kl. 12 miðvikudaginn 1. des. n.k. Séu umsóknargögn póstlögð þarf póststimpillinn að vera eigi síðar en 1. desember. Minnt er á að umsóknir og umsóknargögn skulu einnig berast rafrænt á netfangið rannsoknir@unak.is fyrir sama tímafrest.

Skotveiðar og ferðaþjónusta - atvinnutækifæri fyrir frumkvöðla

Dagana 17. - 18. nóv. sl. var haldin þriðja og síðasta ráðstefnan í North Hunt verkefninu, sem RHA hefur verið þátttakandi í síðastliðin fjögur ár.  Ráðstefnan var haldin í Rovaniemi í Finnlandi og var fyrri dagurinn helgaður þróun fyrirtækja í skotveiðitengdri ferðaþjónustu en á þeim seinni voru kynntar rannsóknir á atvinnutækifærum sem leiða af skotveiðitengdri ferðaþjónustu.

Norrænir styrkjamöguleikar á ýmsum sviðum - kynningafundir 2. og 3. nóvember

Í tengslum við þing Norðurlandaráðs 2.-4. nóvember verða haldnir kynningafundir um samnorræna styrkjamöguleika á nokkrum sviðum. Margar samnorrænar stofnanir senda fulltrúa á þingið, og var tækifærið nýtt til þess að vera með sameiginlegar kynningar á þeim stofnunum sem veita mestu fé í styrki. Fundirnir eru skipulagðir í samvinnu við Norræna húsið. Fundirnir verða þrír og eru þemaskiptir, þ.e. um menningu og listir, um nýsköpun og rannsóknir og um umhverfis og orkumál.

Rannsókn á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi - kynning

Fimmtudaginn 7. október verður kynnt á Reyðarfirði lokaskýrsla rannsóknar á samfélagsáhrifum á Austurlandi. Verkefnið stóð yfir frá árinu 2004 og eru skýrslur í verkefninu orðar alls níu talsins.  Á fundinum munu höfundar lokaskýrslu rannsóknarinnar gera grein fyrir helstu niðurstöðum hennar. Í rannsókninni hefur verið fylgst með þróun samfélagsþátta s.s. íbúafjölda, efnahag, vinnumarkaði, húsnæðismarkaði, opinberri grunngerð, sveitarfélögum, þjónustu, atvinnuháttabreytingum og samfélagi og lífsstíl. Allar skýrslur verkefnisins má finna hér á vefsíðu RHA.

RHA tók þátt í Vísindavöku RANNÍS

Á Vísindavöku RANNÍS 24. september kynntu Hjalti Jóhannesson og Jón Þorvaldur Heiðarsson ýmsar rannsóknir RHA í þágu samfélagsins. Að þessu sinni var lögð áhersla á rannsókn á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi, samfélags- og efnahagsleg áhrif samgöngubóta og nýlega, norræna rannsókn, sem RHA tók þátt í og varðar mikilvægi þekkingarstarfa fyrir atvinnu- og byggðaþróun. Er þetta í 4. sinn sem RHA tók þátt í Vísindavökunni.

ESPON auglýsir verkefnastyrki


Þann 24. ágúst auglýsti ESPON eftir umsóknum um styrki til eftirfarandi rannsóknarþema (Targeted analysis):

a) ADES - Airports as Drivers of Economic Success in Peripheral Regions. (300.000 evrur)

 b) AMCER - Advanced Monitoring and Coordination of EU R&D Policies at Regional Level. (350.000 evrur)

Sjá nánar hér.

Umsóknarfrestur er 19 október 2010.