Valmynd Leit

Megaproject planning in the Circumpolar North

RHA var ásamt rannsóknastofnuninni Ecologic í Berlín að ljúka verkefni um stórframkvæmdir (e. megaprojects) á norðurslóðum "Megaproject planning in the Circumpolar North - broadening the horizon, gaining insight, empowering local stakeholders". Gerður var samanburður á nokkrum þáttum tveggja slíkra framkvæmda. Annars vegar var um að ræða stóriðjuframkvæmdirnar á Austurlandi sem RHA hefur rannsakað á undanförnum árum og hins vegar vinnslu á olíusöndunum í Alberta, Kanada. Verkefnið var styrkt af sjóð Norrænu ráðherranefndarinnar "Arctic Cooperation Fund". Heimasíða verkefnisins er vistuð hjá Arctic Portal á Akureyri og þar er einnig að finna lokaskýrslu verkefnisins, samantektarskýrslu á ensku um samfélagsáhrif stórframkvæmdanna á Austurlandi og fleira.
Lesa meira

Samfélagshlutverk háskóla

Í gær var send út netkönnun til akademískra starfsmanna háskólanna og sérfræðinga við rannsóknir. Könnunin er liður í rannsókn á samfélagslegu hlutverki háskóla sem er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands en í kjölfar auglýsingar samþykkti Rannsóknarstofa um háskóla að fela Rannsókna- og þróunarmiðstöð HA og Miðstöð skóla­þróunar HA að annast rannsóknina. Myndað var rannsóknarteymi sjö manns og áhersla lögð á að bakgrunnur þátt­takenda væri sem fjölbreyttastur.
Lesa meira
Vinna í fullum gangi viđ EU-NET ADB

Vinna í fullum gangi viđ EU-NET ADB

Um þessar mundir er verið að afla samþykkis þátttakenda og foreldra til að taka þátt í viðamikilli könnun um net-ávana. Til stendur að ná til um 2.000 barna í 9. og 10. bekk grunnskólanna. Þegar er byrjað að leggja könnunina fyrir og fyrstu listar komnir í hús. Verkefnið sem kallast EU-NET ADB er fjármagnað af Evrópusambandinu, svokölluðu "Safer Internet Programme" og í því taka þátt 8 háskólar og stofnanir í 7 löndum Evrópu.
Lesa meira
RHA tekur ţátt í Vísindavöku Rannís

RHA tekur ţátt í Vísindavöku Rannís

Vísindavaka 2011 var haldin í Háskólabíói föstudaginn 23. september s.l.

Þetta árið var RHA við með kynningu á samevrópsku verkefni sem RHA er þátttakandi í. Þar er rannsökuð netnotkun og hugsanlegur netávani 15-16 ára unglinga. RHA sér um íslenska hluta rannsóknarinnar og mun nú í haust leggja könnun fyrir 2.000 unglinga í 9. og 10. bekk nokkurra grunnskóla. Forkönnun var gerð síðastliðið vor á nokkur hundruð unglingum og voru niðurstöður úr þeirri könnun m.a. kynntar ásamt því að kynna verkefnið í heild sinni.

Lesa meira

Rannsóknaţing Norđursins - Okkar ísháđa veröld

Okkar ísháða veröld - Fyrsta alþjóðaráðstefnan sem fjallaði um Norðurslóðir og Himalayasvæðið

Dagana 3. - 6. september 2011 var haldið í samvinnu við Háskólann á Akureyri sjötta alþjóðlega Rannsóknaþing Norðursins - Northern Research Forum - NRF. Þingið var haldið að Hótel Örk í Hveragerði og bar yfirskriftina Okkar ísháða veröld - Our Ice Dependent World.

Lesa meira

Könnun á sameiningu sveitarfélaga á Norđurlandi vestra

Út er komin skýrslan Könnun á sameiningu sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.  Skýrslan er unnin fyrir Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV).  Í skýslunni er greint frá helstu niðurstöðum viðhorfskönnunar meðal íbúa sveitarfélaganna innan SSNV ásamt íbúum Bæjarhrepps um afstöðu þeirra til hugsanlegrar sameiningar og upplifun á þjónustu sveitarfélaganna.  Skýrslan var kynnt á aðalfundi SSNV að Reykjum í Hrútafirði þann 26. ágúst sl.  Skýrsluna er hægt að nálgast hér.
Lesa meira

Evrópsk rannsókn á netnotkun unglinga

RHA er meðal sjö þátttakenda í rannsókn sem fjármögnuð er af Evrópusambandinu og kallast Research on the intensity and prevalence of Internet addictive behaviour risk among minors in Europe  (www.eunetadb.med.uao.gr). Rannsóknin mun ná til alls 14.000 unglinga á Spáni, Grikklandi, Rúmeníu, Hollandi, Póllandi og Íslandi. Vorið 2011 framkvæmdi RHA forkönnun (pilot study) til að meta netnotkun, tölvuleikjanotkun, tilfinningar, hugsanir og hegðun 15-16 ára nemenda á Akureyri og í Reykjavík. Núna er verið að undirbúa könnun meðal 2.000 nemenda í 9. og 10. bekk haustið 2011 í skólum víðsvegar á landinu.

Lesa meira

20. Nordmedia ráđstefnan haldin viđ HA

Dagana 11. til 13. ágúst var haldin 20. Nordmedia ráðstefnan í Háskólanum á Akureyri. Á ráðstefnunni hittust á þriðja hundrað fjölmiðlafræðingar frá háskólum á Norðurlöndunum. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni var: Media and Communiation studies - Doing the right thing?

Þetta var í fjórða skipti sem ráðstefnan frór fram á Íslandi en í hin þrjú skiptin hafði hún farið fram í Reykjavík. RHA og Aktravel sáu sameiginlega um utanumhald vegna ráðstefnunnar.
Lesa meira

Ţátttaka á ICASS ráđstefnu um félagsvísindi á Norđurslóđum

RHA átti nokkra fulltrúa á nýlokinni ráðstefnu IASSA um félagsvísindi á Norðurslóðum og tók þátt í skipulagningu ráðstefnunnar. Var hér um að ræða fjölmennustu vísindaráðstefnu sem haldin hefur verið á Akureyri með tæplega 450 þátttakendum. Sérfræðingar RHA greindu frá nokkrum rannsóknum sem þeir hafa komið að, s.s. Rannsókn á samfélagsáhrifum stórframkvæmda á Austurlandi (Hjalti Jóhannesson og Jón Þorvaldur Heiðarsson), samfélagsáhrifum loftslagsbreytinga (Sigrún Sif Jóelsdóttir) og áhrif kreppunnar á starfsfólk sveitarfélaga (Hjördís Sigursteinsdóttir). Svalt veður ráðstefnudagana kom ekki í veg fyrir það að ráðstefnan þótti heppnast afar vel í alla staði. Í ljós kom að húsnæði HA hentar afar vel fyrir svona stóra ráðstefnu.
Lesa meira

RHA og Miđstöđ skólaţróunar viđ HA hljóta styrk vegna rannsóknar á samfélagslegu hlutverki háskóla

Nýverið kynnti Rannsóknastofa um háskóla að RHA og Miðstöð skólaþróunar HA hlytu styrk til rannsóknar á félagslegu hlutverki háskóla. Að baki rannsókninni stendur teymi sex fræðimanna frá Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands. Rannsóknastofa um háskóla auglýsti í janúar síðastliðnum styrk til rannsóknar á eftirfarandi viðfangsefnum:

  1. Hvernig skilja íslenskir háskólakennarar og sérfræðingar starfsskyldur sínar og fagmennsku?
  2. Hvernig skilja íslenskir háskólakennarar samfélag sitt og samfélagslegar skyldur?

Rannsóknina má rekja til þess að í kjölfarið á hruni íslenska bankakerfisins var kallað eftir ítarlegri endurskoðun og mati á ýmsum gildum sem samfélagið hefur verið reist á. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var m.a. vikið að háskólasamfélaginu og gagnrýni á það kom fram. Samþykkti menntamálaráðherra árið 2010 tillögu stjórnar Rannsóknastofu um háskóla um að fé yrði varið til að vinna að rannsóknum á háskólunum í þessu samhengi.

Í umsögn verkefnisstjórnar Rannsóknarstofu um háskóla segir að verkefnisumsókn hafi verið ítarlega rökstudd og sterkur rannsóknarhópur standi að baki henni.

 

Lesa meira

RHA Rannsóknamiđstöđ Háskólans á Akureyri

Borgir v/Norđurslóđ
        Kt. 410692-2529            
600 Akureyri, Iceland              rha@unak.is             
Facebook RHA á facebook
Sími: +354 460 8900
      Fax: +354 460 8918

Skráđu ţig á póstlistann