Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Sprotasjóð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Sprotasjóð fyrir skólaárið 2014-2015. Hægt er að sækja um rafrænt á vef Sprotasjóðs frá 13. jan. til 28. febrúar.

www.sprotasjodur.is 

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Vésteinsdóttir hjá Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri í síma 460-8904 eða í tölvupósti á sv@unak.is

RHA vinnur nú að könnun meðal nemenda þriggja opinberra Háskóla

Allir opinberru Háskólar landsins senda nú frá sér sameiginlega könnun til að kanna afstöðu nemenda og útskrifaðra nemenda til námsins við skólana og hvernig það nýtist þeim í lífi og starfi. Könnunin er gerð á vegum samstarfsnets opinberru háskólanna og er kostuð af samstarfinu.
Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri hefur tekið að sér að framkvæma könnunina fyrir þrjá skóla þ.e. Háskólann á Akureyri, Háskólann á Hólum og Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. En Félagsvísindastofnun framkvæmir könnunina meðal nemenda í Háskóla Íslands.  Könnunin er nýr og mikilvægur liður í gæðastarfi háskólanna og mun nýtast þeim við gerð innra mats deilda og sviða. Með því að senda staðlaða könnun á alla nemendur ríkisháskólana er verið að auðvelda samanburð á milli skóla og efla gæðastarf skólanna.


SeGI - Services of General Interest

ESPON verkefninu SeGI - Indicators and Perspectives for Services of General Interest in Territorial Cohesion and Development lauk á síðasta ári. Var RHA meðal 11 stofnana sem þátt tóku í verkefninu og vann Hjalti Jóhannesson einkum að rannsóknum fyrir okkar hönd.

Gleðileg jólRHA óskar samstarfsaðilum og viðskiptavinum nær og fjær 
gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Norðurslóðadagurinn 14. nóvember

Hvernig eflum við þátttöku íslensks vísindasamfélags í alþjóðlegri  samvinnu og stefnumótun um norðurslóðir?Samvinnunefnd um málefni norðurslóða  býður til opins Norðurslóðadags í húsnæði Hafrannsóknastofnunar,  Sjávarútvegshúsinu, Skúlagötu 4, ráðstefnusal 1. hæð fimmtudaginn 14. nóvember 2013  kl. 09:00 – 17:30.

Lokaráðstefna ESPON-verkefnisins KITCASP

Dagana 16.-18. október var haldin í Glasgow lokaráðstefna KITCASP-verkefnisins (Key Indicators for Evidence-based Spatial Planning) en í verkefninu var unnið að þróun og vali 20 vísa (indicators) til að nota við skipulagsvinnu í ríkjum Evrópu. Verkefnið var unnið í nánum tengslum við hagsmunaaðila í þeim fimm löndum sem aðild áttu að rannsókninni, en það voru Baskaland, Írland, Ísland, Lettland og Skotland. Írar í byggðarannsóknastöðinni (National Institute for Regional and Spatial Analysis) í Maynooth fóru með verkefnisstjórn en Graeme Purvis hjá skosku ríkisstjórninni fór fyrir hagsmunaaðilum. Fyrir hönd hagsmunaaðila á Íslandi tók Skipulagsstofnun virkan þátt í verkefninu og var Landsskipulagsstefna 2013-2024 sú áætlun sem var einkum lögð til grundvallar í íslenska hluta rannsóknarinnar en einnig var litið til byggðaáætlunar og Ísland 2020. Lokaskýrsla KITCASP er væntanleg innan tíðar.

RHA, HA og NRF á Arctic Circle

Alþjóðaráðstefnan Arctic Circle var haldin í fyrsta sinn í Hörpu um helgina frá laugardegi til mánudags. Þar komu saman rúmlega 900 manns til að ræða málefni norðurslóða.


Fulltrúar frá HA, NRF og RHA 

RHA tekur þátt í Vísindavöku RANNÍS

Vísindavaka Rannís verður haldin í Háskólabíói föstudaginn 27. sept. kl. 17:00-22:00. Rannsóknamiðstöð HA verður þar með kynningu á miðstöðinni ásamt því að kynna niðurstöður úr verkefninu Climate Changes og er yfirskrift kynningarinnar Loftslagsbreytingar - Hvað vita Íslendingar? Nánari upplýsingar um dagskrá Vísindavöku RANNÍS er að finna hér


Breytingar á starfsmannahaldi RHA

Þær breytingar hafa orðið á starfsmannahaldi RHA að Sigrún Vésteinsdóttir verkefnisstjóri hefur hafið störf að nýju  eftir fæðingarorlof.  Hjalti Jóhannesson mun koma til starfa eftir helgina eftir afleysingu sem sveitastjóri í Hörgárbyggð. Halla Hafbergsdóttir hóf störf sl. vor og mun leysa Hjördísi Sigursteinsdóttur sérfræðing af sem nú er í leyfi.
Halla er viðskiptafræðingur að mennt og lauk í vor meistaragráðu í Náttúrutengdri ferðaþjónustu frá Universitetet for miljø- og biovitenskap í Noregi.  Hún hefur meðal annars starfað sem verkefnisstjóri, skrifstofustjóri og verslunarstjóri. 
Þá hefur Marta Einarsdóttir verið ráðinn til starfa hjá RHA. Marta hefur nýlokið doktorsprófi frá East Anglia háskólanum í Bretlandi  á sviði menntavísinda með áherslu á kynjafræði og þróunarfræði. Hún lauk meistaraprófi frá sama háskóla í þróunarfræði með áherslu á kynjafræði. Þar áður lauk hún kennaraprófi frá Det Nødvendige Seminarium í Danmörku, diplómanámi í hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands og BA prófi í sálarfræði frá sama skóla. Hún hefur áður starfað sem verkefnisstjóri félagslegra verkefna í Mósambík fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands, sem grunnskólakennari og við sölu- og skrifstofustörf. 


Vel heppnuð ráðstefna um Loftslagsbreytingar á norðlægum svæðum

Þann 22.-23. ágúst fór fram í Háskólanum á Akureyri ráðstefnan Loftslagsbreytingar á norðlægum svæðum (Climate Change in Northern Territories. Sharing Experiences, Exploring New Methods and Assessing Socio-Economic Impacts). Ráðstefnan var samvinnuverkefni Evrópuverkefnisins ESPON – ENECON og Rannsóknarþings Norðursins (NRF). Bæði verkefnin eru vistuð við RHA – Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri. Alls voru flutt 48 erindi um málefni Norðurslóða auk opnunarávarps Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands. Ráðstefnuna sóttu alls 110 manns frá 14 löndum. Helmingur þátttakenda eða 57 voru þó Íslendingar, flestir þeirra frá HA og Akureyri. Starfsmenn Háskólans á Akureyri fluttu alls 14 erindi á ráðstefnunni. Það mun vera metfjöldi á framlögum starfsmanna skólans á alþjóðlegri ráðstefnu. Ráðstefnan tókst mjög vel og var hún mikilvægt framlag til umræðu um umhverfismál á norðurslóðum. Erindin voru tekin upp og verða birt innan skamms á heimasíðu ráðstefnunnar.