Ráðstefna um loftslagsbreytingar á norðurslóðum

Dagana 22. og 23. ágúst næstkomandi verður haldin í Háskólanum á Akureyri ráðstefna á vegum Rannsóknaþings Norðursins (NRF) og ESPON verkefnisins ENECON en þetta eru hvort tveggja erlend samstarfsverkefni sem RHA sinnir að verulegu leyti.

Undirþemu ráðstefnunnar varða samfélags- og efnahagsleg áhrif þessara breytinga og aðferðir til að meta þessi áhrif. Þá verður fjallað um skipulagsmál og hvernig samfélög geta best aðlagað sig þessum breytingum. Þannig ætti ráðstefnan m.a. að höfða vel til sveitarstjórnarmanna og fagfólks sem hefur umhverfis- og skipulagsmál á sínu sviði.

Frestur til að skila inn ágripum af erindum er til 28. febrúar (15. mars fyrir unga vísindamenn). Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnuna 5. apríl. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðum NRF og ENECON.

Opið fyrir umsóknir í Sprotasjóð

Meðal verkefna RHA er að annast umsýslu með Sprotasjóði fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Nú er búið að opna fyrir umsóknir í sjóðinn fyrir úthlutunarárið 2013-2014. Auglýsingu þess efnis, ásamt frekari upplýsingum, má finna á umsóknarvef Sprotasjóðs.

Grein: Samfélagslegt hlutverk háskóla

Út er komin greinin: Samfélagslegt hlutverk háskóla eftir Trausta Þorsteinsson, Sigðurð Kristinsson og Hjördísi Sigursteinsdóttur og birtist hún í veftímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla.

Greinin fjallar um rannsókn á því á hvern hátt starfsmenn íslenskra háskóla skilja hlutverk háskóla og samfélagslegar starfsskyldur sínar. Það er síðan mátað að fjórum ólíkum hefðum í starfsemi háskóla, þ.e. Newman, Humboldt, Tómas frá Akvínó og Napoleons hefðinni. Spurningalisti var lagður fyrir alla akademíska starfsmenn og sérfræðinga við háskóla á Íslandi. Niðurstöður benda sterklega til þess að grunngildi Humboldt háskólans séu föst í sessi innan íslensks háskólasamfélags.

Climate Change in Northern Territories - call for abstracts

Climate Change in Northern Territories - Sharing Experiences, Exploring New Methods and Assessing Socio-Economic Impacts

ESPON verkefnið ENECON og NRF (Northern Research Forum eða Rannsóknaþing Norðursins munu halda alþjóðlega ráðstefnu undir þessu heiti í Háskólanum á Akureyri 22. - 23. ágúst 2013.

Frestur til að skila inn útdráttum er 28. febrúar næstkomandi. Útdrætti má senda á netfangið nrf@unak.is

Skráning á ráðstefnuna hefst 1. April 2013.

Skattar og tekjur ríkisins í norðausturkjördæmi

Í skýrslu sem Þóroddur Bjarnason, prófessor og Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor sömdu er fjallað um samanburð á sköttum sem greiddir eru í norðausturkjördæmi og þeim tekjum ríkisins sem varið er á sama svæði skv. fjárlögum 2011. Var þetta einnig greint eftir gömlu kjördæmunum; Norðurlandi eystra og Austurlandi. Fram kom að tekjur ríkisins áætlaðar 52,5 milljarðar á árinu 2011. Tekjur frá Norðurlandi eystra voru 6 milljörðum undir meðaltali landsins en tekjur frá Austurlandi 0,5 milljörðum yfir meðaltalinu. Á Norðurlandi eystra er helst um lægri tekjuskatt, trygginga- og atvinnutryggingagjöld og fjármagnstekjuskatt að ræða. Nokkrir starfsmenn RHA unnu að gagnaöflun fyrir verkið. Hér má nálgast skýrsluna í heild og stytta útgáfu

Stórt Evrópuverkefni um netávana kynnt á Vísindavöku Rannís

Síðastliðinn föstudag, 28. september kynntu Eva Halapi og Gunnhildur Helgadóttir starfsemi RHA á Vísindavöku Rannís í Reykjavík. Lögðu þær áherslu á að kynna þar stóra Evrópurannsókn EU-NET ADB sem fjallar um netávana 15-16 ára ungmenna.

Borgvæðing á norðurslóðum

Dagana 28.-30. ágúst var haldin ráðstefna í Nuuk um borgvæðingu á norðurslóðum. Hjalti Jóhannesson, forstöðumaður RHA sat í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar og hélt þar erindi um þéttbýlisvæðingu á Íslandi í tengslum við uppbyggingu iðnaðar á Austurlandi. Athyglisverð var virk þátttaka grænlenskra stjórnmálamanna í ráðstefnunni og greinilegt að þetta málefni brennur mjög á grönnum okkar í vestri. Var þema ráðstefnunnar m.a. byggt á nýlega útkomnu riti á vegum Nordregio, Megatrends en Nordregio hafði veg og vanda að skipulagningu hennar.

Prófessorsstaða Nansen í norðurslóðafræðum við HA

Utanríkisráðherrar Íslands og Noregs undirrituðu viljayfirlýsingu í september 2011 um rannsóknasamstarf á sviði norðurslóðafræða. Þar er kveðið á um gestaprófessorsstöðu í norðurslóðafræðum við Háskólann á Akureyri sem kennd væri við norska heimskautafræðinginn Fridtjof Nansen.

Laus er til umsóknar staða gestaprófessors í norðurslóðafræðum við Háskólann á Akureyri. Staðan er veitt til eins árs í senn framúrskarandi vísindamanni sem starfar að málefnum er tengjast lagalegum, hagrænum, félagslegum og náttúrufarslegum aðstæðum á norðurslóðum.

Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2012 og gert er ráð fyrir að ráðningartímabil hefjist 1. október 2012 eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Úthlutun úr Háskólasjóði KEA

Hannes Karlsson, stjórnarformaður KEA og forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhentu í dag styrki úr Háskólasjóði KEA við athöfn sem fram fór á Sólborg, húsnæði Háskólans á Akureyri við Norðurslóð, en skólinn fagnar 25 ára afmæli sínu á árinu. Að þessu sinni voru veittir tíu rannsóknarstyrkir en nítján umsóknir bárust sjóðnum. Við úthlutun úr sjóðnum er horft til þess að verkefnin tengist starfsemi skólans. Einnig hlutu þrír nemar viðurkenningu fyrir góðan námsárangur við brautskráningu fyrr um daginn. Þetta er í tíunda sinn sem úthlutað er úr Háskólasjóði KEA og var heildarupphæð styrkja 3,7 mkr.

46 verkefni hlutu styrk úr Sprotasjóði 2012

Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2012-2013. Alls bárust 190 umsóknir til sjóðsins og fengu 46 verkefni styrk að upphæð 43. millj. kr.