„Íþróttir, fjölmiðlar og staðalímyndir“

Nú fer að líða að lokum verkefnisins ,,Sports, Media and Sterotypes“ eða ,,Íþróttir, fjölmiðlar og staðalímyndir“ sem unnið hefur verið að síðan í nóvember 2004. Verkefnið er fjölþjóðlegt og undir stjórn Jafnréttisstofu. Samstarfsaðilar koma frá stofnunum í Noregi, Austurríki, Litháen og Ítalíu. Samstarfsaðilar verkefnisins á Íslandi eru Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri, námsbraut í fjölmiðlafræði við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri, Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands, Samtök íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands.

Skýrsla um sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar

Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri hefur lokið við gerð skýrslu um sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar.

Elín Aradóttir í fæðingarorlof

Elín Aradóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri (RHA), er komin í fæðingarorlof. Hún mun að óbreyttu taka aftur til starfa á RHA um næstu áramót.

Nýr starfsmaður hjá RHA

Á dögunum var Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir ráðin í stöðu sérfræðings hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri (RHA).

Íbúafjöldi og þörf á íbúðarhúsnæði á Austurlandi árið 2008

Jón Þorvaldur Heiðarsson, hagfræðingur RHA hefur unnið athugun á forsendum og niðurstöðum áætlana um mögulega mannfjölgun og þörf fyrir íbúðarhúsnæði á Austurlandi fram til þess tíma að nýtt álver er komið í fullan rekstur árið 2008.

Jarðgöng á Austurlandi - Mat á samfélagsáhrifum og arðsemi.

RHA hefur nú lokið við gerð skýrslu um Jarðgöng á Austurlandi, Mat á samfélagsáhrifum og arðsemi.  Var skýrslan kynnt nýrri samgöngunefnd Sambands Sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) þann 24. október sl. 

Ný stjórn RHA

Á dögunum skipaði háskólaráð Háskólans á Akureyri nýja stjórn Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri (RHA). Svanfríður Jónasdóttir fv. alþingismaður er nýr formaður stjórnar.

Framtíðin ber mergt í skauti sér...

Eða hvað...?

Ráðstefnuerindi aðgengileg á Vefnum

Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri (RHA) stóð fyrir fjölþjóðlegri ráðstefnu um byggða- og svæðaþróunarmál á Akureyri dagana 22.-25. september. Á ráðstefnunni fluttu yfir 30 þátttakendur, frá sjö þjóðlöndum, erindi eða kynningar á öðru formi. Ráðstefna þessi var haldin í samvinnu við félagsskap er nefnist the Nordic-Scottish university network for rural and regional development, en HA á aðild að þeim félagsskap.

Sérfræðingur við rannsóknir og ráðgjafarstörf

Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri er öflug rannsóknastofnun sem vaxið hefur mikið á undanförnum árum. Stofnunin fæst einkum við rannsóknir á samfélagsmálum í víðum skilningi, byggðamálum, sveitarstjórnarmálum, atvinnumálum, samgöngumálum, stjórnsýslu, nýsköpunarmálum, mati á umhverfisáhrifum auk framkvæmdar kannana og þjónusturannsókna af ýmsu tagi. Vegna afleysinga er auglýst eftir sérfræðingi til rannsókna- og ráðgjafarstarfa í fullt starf. Ráðningin er til eins árs en með möguleika á framlengingu ef verkefnastaða leyfir. Nauðsynlegt er að sá einstaklingur sem ráðinn verður hafi reynslu af þátttöku í innlendum og alþjóðlegum rannsóknarverkefnum og hafi gott vald á erlendum
tungumálun (ensku og/eða skandinavísku). Þá er nauðsynlegt að umsækjendur hafi góð tök á megindlegri aðferðafræði og reynslu af tölfræðilegum greiningum. Æskileg er reynsla við notkun á SPSS forritinu. Fyrst og fremst er leitað að starfskrafti með meistara- eða doktorspróf í stjórnmálafræði, félagsfræði, hagfræði eða landfræði, fleiri fræðasvið koma einnig til greina.