Stytting þjóðvegar 1 í Húnaþingi

Skýrsla um þjóðhagslega arðsemi þess að stytta núverandi Þjóðveg 1 í Húnaþingi hefur verið gerð opinber.  Skýrsluna vann Jón Þorvaldur Heiðarsson, hagfræðingur hjá RHA. 

Starfsumhverfi framtíðarinnar

Mánudaginn 10. apríl næstkomandi verður haldin ráðstefna um vísindagarða á Hótel KEA á Akureyri.

Breytingar á vímuefnaneyslu íslenskra unglinga: Hvað veldur?

Föstudaginn 28. apríl næstkomandi verður haldin ráðstefna á Akureyri undir yfirskriftinni „ Breytingar á vímuefnaneyslu íslenskra unglinga: Hvað veldur?“

Evra án ESB aðildar – er það mögulegt?

Jón Þorvaldur Heiðarsson, sérfræðingur á RHA, ritaði grein í Morgunblaðið sem var birt mánudaginn 6. mars.  Greinin heitir „Evra án ESB aðildar – er það mögulegt?“. 

Málþing um afkomu fólks á einangruðum vinnumörkuðum Norðurlandanna

Dagana 4. og 5. maí verður haldið málþing í Stokkhólmi þar sem fjallað verður um samanburðarrannsókn sem farið hefur fram á Norðurlöndunum um afkomu fólks á einangruðum vinnumörkuðum.

Næsta ráðstefna Nordic-Scottish University Network (NSUN) um byggðaþróun

Skv. frétt sem barst frá skipuleggjendum 23. júní 2006 hefur ráðstefnunni verið frestað til ársloka. Nánari upplýsingar verða gefnar um leið og þær berast. Við hvetjum áhugasama einnig til að fylgjast með á heimasíðu ráðstefnunnar.

Dönsk byggðarannsóknastofnun (Danish Centre for Rural Research and Development - CFUL) mun halda næstu árlegu ráðstefnu Nordic-Scottish University Network (NSUN)um byggðaþróun. Eins og marga rekur minni til, var síðasta ráðstefna var haldin af hálfu RHA á Akureyri haustið 2005. Ráðstefnan 2006 verður haldin í Rødding Højskole á Jótlandi dagana 22.-24. september.

Millilandaflug frá Norður- og Austurlandi til Evrópu

Skýrslan „Millilandaflug frá Norður- og Austurlandi“ til Evrópu hefur verið gerð aðgengileg hér á heimasíðu Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri.

Kynning á Evrópuverkefninu „Íþróttir, fjölmiðlar og staðalímyndir“

Fimmtudaginn 9. febrúar verður haldin kynning á Evrópuverkefninu „Sports, Media and Stereotypes“ eða íþróttir fjölmiðlar og staðalímyndir á Amtsbókasafninu og hefst  kl. 17.00.

Íþróttir, fjölmiðlar og staðalímyndir

Á morgun 26. janúar kl. 12.00  munu Jafnréttisstofa, Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri og félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri kynna Evrópuverkefnið „Sports, media and Stereotypes“ (íþróttir, fjölmiðlar og staðalímyndir) sem er að ljúka um þessar mundir.

Vaðlaheiðargöng, mat á þjóðhagslegri arðsemi

Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri hefur unnið skýrslu fyrir Greiða leið ehf. um þjóðhagslega arðsemi Vaðlaheiðarganga.