Á vorfundi Héraðsnefndar Eyjafjarðar sem haldinn var 4. júní síðastliðinn kynntu sérfræðingar RHA skýrslu sem þeir hafa unnið að fyrir héraðsnefndina á undanförnum mánuðum. Skýrslan fjallar um stöðu samstarfs sveitarfélaganna á Eyjafjarðarsvæðinu og þar er að finna tillögur um breytingar á fyrirkomulagi samstarfsins.
Út eru komnar skýrslurnar "Nýr Kjalvegur: Mat á samfélagsáhrifum" og "Nýr Kjalvegur: Mat á þjóðhagslegri arðsemi" sem Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) vann fyrir Norðurveg ehf.
Í desember kom út skýrsla þróunarverkefnisins, Skíðaferðir til Akureyrar, sem að Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri vann fyrir Ferðaþjónustuklasa Vaxtasamnings Eyjafjarðar.
Frá og með áramótum hafa Erla Þrándardóttir og Guðmundur Ævar Oddsson látið af störfum hjá RHA.
The
Út er komin rannsóknaskýrslan „Peripheral localities and innovation policies: Learning from good practices between the Nordic countries“ á vegum Nordic Innovation Centre. Þrír starfsmenn RHA, Elín Aradóttir (nú starfsmaður Impru), Guðmundur Ævar Oddsson og Hjalti Jóhannesson tóku þátt í þessu rannsóknarverkefni.
Tíunda árvissa NSN-ráðstefnan verður haldin í Brandbjerg háskólanum í Jelling í nágrenni Vejle í Danmörku dagana 8. til 10. mars næstkomandi. Þema ráðstefnunnar er eftirfarandi: Nýsköpunarkerfi og dreifbýli: Staðbundið atvinnulíf og nýir atvinnuvegir, lærdómur og nám og loks, náttúran og landslag.