27.08.2009
Í júní var gengið frá skýrslu um könnun sem fór fram meðal fólks á aldrinum 22-67 ára. Úrtak var 4.008 manns af
áhrifasvæði á Austurlandi og í Eyjafirði. Eins og í fyrri könnunum í verkefninu má sjá að áhrif framkvæmdanna eru
langmest á miðsvæði Austurlands. Þetta varðar t.d. áhrif á fjárhagslega afkomu og þátttöku í framkvæmdunum.
Norðursvæði áhrifasvæðisins og jafnvel Eyjafjarðarsvæðið virðast tengjast framkvæmdunum meira en suðursvæðið.
Ýmislegt bendir til að álag á samfélagið og þjónustu sem kom fram í könnun árið 2007 sé að jafnast út.
Hvað varðar viðhorf til atriða er varða ýmis búsetuskilyrði er heldur minni munur milli svæða en í könnun 2007.
Sjá nánar um niðurstöður í skýrslunni hér.
03.07.2009
RHA- Rannsókna- og Þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri verður lokuð frá og með 6. júlí til og með 17.
júlí vegna sumarleyfa starfsmanna. Brýn erindi sem ekki geta beðið má senda á forstöðumann RHA á netfangið: gudrunth@unak.is
Sumarkveðjur,
Starfsfólk RHA
09.06.2009
RHA og RMF fóru í sína árlegu vorferð 29. maí síðastliðinn. Í stuttu máli þá heppnaðist ferðin vel
í alla staði og komu allir ánægðir heim.

Starfsfólk RHA og RMF á góðri stundu
08.05.2009
Háskólasjóði KEA bárust alls 26 styrkumsóknir í mars sl. Sótt var um styrki fyrir rúmlega 26 milljónir króna og hlutu 10
verkefni styrki að upphæð samtals kr. 6.500.000. Úthlutunarhlutfall sjóðsins var því tæp 25% þetta árið.
20.04.2009
Rannsókna- þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri hefur sinnt rannsóknum á samfélagsáhrifum álvers- og
virkjanaframkvæmda á Austurlandi í samstarfi við Þróunarfélag Austurlands í samræmi við þingsályktun þess efnis
frá 2003. Komið hafa út fimm skýrslur í verkefninu og er lokaskýrslu að vænta í árslok 2009.
12.03.2009
Verkefnið "Social Return" valið eitt af fyrirmyndarverkefnum Evrópusambandsins
Starfsendurhæfing Norðurlands hlaut þann heiður í vikunni að vera valið eitt af fyrirmyndaverkefnum Evrópusambandsins í flokki
nýsköpunarverkefna. Verkefnið var kynnt á 500 manna ráðstefnu í Brussel með þátttöku yfir þrjátiu landa. Yfirskrift
ráðstefnunnar var „Creation and Innovation“ .
10.03.2009

Rannsóknaþing Norðursins (NRF) hefur birt á
heimasíðu sinni,
www.nrf.is, ritgerðir frá fimmta rannsóknaþingi félagsins sem var haldið í Anchorage í
Alaska, í september á síðastliðnu ári. Alls eru birtar 44 greinar sem tengdust málefnum fimmta Rannsóknaþings Norðursins og eru
þær skrifaðar af þátttakendum rannsóknaþingsins og sérfræðingum á sviði norðurslóðamálefna.
10.03.2009
Háskólinn á Akureyri hefur hlotið sex milljón króna styrk úr Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar vegna fyrsta áfanga verkefnisins
Samgöngubætur og byggðaþróun: Félagsleg, efnahagsleg og menningarleg áhrif Héðinsfjarðarganga á
mannlíf á norðanverðum Tröllaskaga. Þóroddur Bjarnason prófessor við Hug- og félagsvísindadeild mun stýra
verkefninu.
Aðrir þátttakendur úr röðum kennara og sérfræðinga við Háskólann á Akureyri eru: Edward H. Huijbens, Grétar
Þór Eyþórsson, Hjalti Jóhannesson, Jón Þorvaldur Heiðarsson, Kjartan Ólafsson, Sigríður Halldórsdóttir, Tryggvi
Hallgrímsson, Vífill Karlsson og Þóra Kristín Þórsdóttir. Jafnframt mun hópur nemenda vinna við rannsóknina á
næstu árum.
26.02.2009
Allskonar kynjaverjur heimsóttu RHA á öskudaginn, börnin glöddu starfsfólkið með söng og þáðu harðfisk að launum.
Það er alltaf gaman að fá börnin í heimsókn á þessum degi og sjá hversu mikið þau leggja í búninga og söng.
Greinilegt var að tíðarandinn í þjóðfélaginu hefur áhrif á börnin því sumir textanna voru skemmtilega beittir og
fjölluðu um verðbréfahrun, útrásarvíkinga, Davíð, Jón Ásgeir, Björgólf og fleira í þeim dúr. Gamli
Nói fór t.d. illa út úr verðbréfaviðskiptum og tapaði öllu sínu.