ESPON auglýsir eftir styrkjaumsóknum og verkefnatillögum

Frá og með 3. maí er opið fyrir verkefnatillögum og áhugayfirlýsingum um verkefni vegna fimm næstu verkefnaflokka byggðarannsókna. Skilafrestur fyrir tillögur og áhugayfirlýsingar er til 28. Júní 2010. Heildarupphæð til ráðstöfunar verður € 5.900.000.

Niðurstöður þjóðfunda

Miðvikudaginn 7. apríl kl. 13.00 – 16.15 verður opinn fundur í húsnæði Háskólans á Akureyri, stofu L201 Sólborg. Tilefnið er að fara yfir niðurstöður þeirra þjóðfunda sem haldnir hafa verið í öllum landshlutum.

Málþing um bættar samgöngur - Hvað er í veginum?

Föstudaginn 19. mars var haldið málþing í Háskólanum á Akureyri um bættar samgöngur og var RHA einn aðstandenda þess. Fjallað var um viðfangsefnið út frá margvíslegum sjónarhóli og spunnuð ágætar umræður um það.


Bættar samgöngur - hvað er í veginum?

Fundur um samgöngumál haldinn í Háskólanum á Akureyri - Borgum v/Norðurslóð, 3ju hæð stofu R316 föstudaginn 19. mars kl. 13:00 - 16:00.

Með erindi á fundinum verða sérfræðingar Háskólans á Akureyri, Háskólans í Reykjavík og frá Samtökum verslunar og þjónustu.

Dagskrá fundarins má nálgast hér.

Rannsóknaþing Norðursins - Megin þema birt

Rannsóknaþing Norðursins (e. Northern Research Forum, NRF) hefur birt á heimasíðu sinni, www.nrf.is, megin þema sjötta rannsóknaþings félagsins, sem er „okkar ísháða veröld“ sem verður haldin í Osló og Kirkenes í Noregi dagana 24. -27. október 2010. 

RHA, Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri hefur verið úthlutað tveimur styrkjum, samanlagt að upphæð 550,000 DKK.

Styrkjunum var úthlutað úr Arctic Co- operation Programme 2009-2011, frá Norrænu ráðherranefndinni. Annar styrkurinn var veittur til Rannsóknaþings Norðursins (e. Northern Research Forum (NRF) en skrifstofa NRF er hýst af RHA.

44 verkefni hlutu styrk úr Sprotasjóði fyrir skólaárið 2009-2010.

Sprotasjóður var stofnaður samkvæmt 15. gr. laga nr. 90/2008 um leikskóla, 34. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla og 53. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik-, grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga. RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri sér um umsýslu á sjóðnum fyrir hönd menntamálaráðuneytisins.

Rannsókn um æðri menntastofnanir og tengsl þeirra við atvinnulífið

Út er komin á vegum Nordregio skýrslan Interaction between higher education institutions and their surrounding business environment - Six Nordic case studies. Í skýrslunni er að finna eitt greiningardæmi sem er orkuskólinn RES - the School for Renewable Energy Science. Fyrir hönd RHA kom Hjalti Jóhanneson að rannsókninni sem unnin var vorið 2009.

ESPON auglýsir eftir styrkjaumsóknum og verkefnatillögum

Þann 16. september auglýsti  ESPON eftir verkefnatillögum og áhugayfirlýsingum um verkefni vegna fimm næstu verkefnaflokka byggðarannsókna. Skilafrestur fyrir tillögur og áhugayfirlýsingar verður til 11. nóvember 2009. Heildarupphæð til ráðstöfunar verður € 14.910.000.

 

Vísindakaffi: Verður Eyjafjörður vaxtarbroddur Íslands?

Fimmtudaginn 24. september bjóða Rannís og Háskólinn á Akureyri í Vísindakaffi á Akureyri undir yfirskriftinni Verður Eyjafjörður vaxtarbroddur Íslands? Staðsetning: Friðrik V. kl. 20:00.