Skotveiðar og ferðaþjónusta - atvinnutækifæri fyrir frumkvöðla
22.11.2010
Dagana 17. - 18. nóv. sl. var haldin þriðja og síðasta ráðstefnan í North Hunt verkefninu, sem RHA hefur verið þátttakandi í
síðastliðin fjögur ár. Ráðstefnan var haldin í Rovaniemi í Finnlandi og var fyrri dagurinn helgaður þróun fyrirtækja
í skotveiðitengdri ferðaþjónustu en á þeim seinni voru kynntar rannsóknir á atvinnutækifærum sem leiða af skotveiðitengdri
ferðaþjónustu.
