Fólksfækkun í hallæri, gæfuspor eða skref til glötunar?

Mikið hefur verið fjallað um fólksfækkun í landinu undanfarið af fjölmiðlum.  Mest á þeim nótum að það sé þróun sem beri að hræðast, geti haft skelfilegar afleiðingar.  Skrattinn hefur verið málaður á vegginn.  En er ástæða til að vera skelfingu lostinn þó íbúum landsins fækki?  Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið.  Þar veltir hann áhrifunum fyrir sér fyrir sér út frá hagfræðilegu sjónarmiði með því að beina sjónum að áhrifum fólksfækkunar á innflutning og útflutning.

Staða kvenna í landbúnaði: Kynjafræðilegur sjónarhóll

Í 1. tölublaði 5. árgangs vefritsins Stjórnmál og stjórnsýsla birtist grein eftir Hjördísi Sigursteinsdóttur, sérfræðing hjá RHA og Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.  Greinina alla má sjá hér.

Meginmarkmið greinarinnar er að leita svara við því hvort til staðar sé kynjahalli á lögbýlum hér á landi þegar skoðaðir eru tilteknir þættir sem viðkoma félags- og efnahagslegri stöðu kynjanna. Erlendir femínískir fræðimenn hafa fært rök fyrir því að innan landbúnaðargeirans lifi feðraveldishugsunin enn góðu lífi og að félagsleg uppbygging hans ali á kynjaójafnrétti. Fáar kynjafræðilegar rannsóknir eru hins vegar til um stöðu kvenna í landbúnaði hér á landi ef frá er talin meistaranámsrannsókn Hjördísar Sigursteinsdóttur sem þessi grein byggist á.

RHA tekur að sér umsjón Sprotasjóðs fyrir menntamálaráðuneyti

RHA hefur skrifað undir samning við menntamálaráðuneytið um umsjón og umsýslu Sprotasjóðs til næstu þriggja ára. Sprotasjóður styður við þróun og nýjungar í starfi leik- grunn- og framhaldsskóla í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá þessara skólastiga.

Umsjón sjóðsins er fjölþætt, s.s.   umsjón með stjórnarfundum, umsýslu umsókna í sjóðinn á umsóknarvef stjórnarráðsins og vinnu umsókna í hendur stjórnar eftir þeim reglum og viðmiðum sem hún setur fram. Auk þess felst í samningnum að vinna tillögur stjórnar til menntamálaráðherra um úthlutun úr sjóðnum í samræmi við reglur Sprotasjóðs og annast formleg samskipti við umsækjendur, ásamt því að hafa umsjón með  styrkveitingum frá Sprotasjóði og  með rafrænum gögnum og upplýsingum ásamt birtingu áfanga- og lokaskýrslna verkefna sem styrk hljóta. Þá mun RHA sjá um  skil á skýrslu til menntamálaráðuneytis um rekstur sjóðsins.

Rannsókn á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi: Könnun meðal almennings haustið 2008

Í júní var gengið frá skýrslu um könnun sem fór fram meðal fólks á aldrinum 22-67 ára. Úrtak var 4.008 manns af áhrifasvæði á Austurlandi og í Eyjafirði. Eins og í fyrri könnunum í verkefninu má sjá að áhrif framkvæmdanna eru langmest á miðsvæði Austurlands. Þetta varðar t.d. áhrif á fjárhagslega afkomu og þátttöku í framkvæmdunum. Norðursvæði áhrifasvæðisins og jafnvel Eyjafjarðarsvæðið virðast tengjast framkvæmdunum meira en suðursvæðið. Ýmislegt bendir til að álag á samfélagið og þjónustu sem kom fram í könnun árið 2007 sé að jafnast út. Hvað varðar viðhorf til atriða er varða ýmis búsetuskilyrði er heldur minni munur milli svæða en í könnun 2007.

Sjá nánar um niðurstöður í skýrslunni hér.

Sumarlokun

RHA- Rannsókna- og Þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri verður lokuð frá og með 6. júlí til og með 17. júlí vegna sumarleyfa starfsmanna. Brýn erindi sem ekki geta beðið má senda á forstöðumann RHA á netfangið: gudrunth@unak.is

Sumarkveðjur,

Starfsfólk RHA

Vorferð RHA og RMF

RHA og RMF fóru í sína árlegu vorferð 29. maí síðastliðinn. Í stuttu máli þá heppnaðist ferðin vel í alla staði og komu allir ánægðir heim.

Starfsfólk RHA og RMF á góðri stundu

Starfsfólk RHA og RMF á góðri stundu

Ný heimasíða RHA opnuð

RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri hefur formlega opnað nýja og endurbætta heimasíðu, www.rha.is. Það voru þeir Hjalti S. Hjaltason, verkefnisstjóri hjá RHA og Kristján Ævarsson, forritari hjá Stefnu hugbúnaðarhúsi, sem báru hitann og þungann af hönnum og uppsetningu nýju síðunnar.

Úthlutun úr Háskólasjóði KEA 2009

Háskólasjóði KEA bárust alls 26 styrkumsóknir í mars sl. Sótt var um styrki fyrir rúmlega 26 milljónir króna og hlutu 10 verkefni styrki að upphæð samtals kr. 6.500.000. Úthlutunarhlutfall sjóðsins var því tæp 25% þetta árið.

Samfélagsáhrif á Austurlandi

Rannsókna- þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri hefur sinnt rannsóknum á samfélagsáhrifum álvers- og virkjanaframkvæmda á Austurlandi í samstarfi við Þróunarfélag Austurlands í samræmi við þingsályktun þess efnis frá 2003. Komið hafa út fimm skýrslur í verkefninu og er lokaskýrslu að vænta í árslok 2009.

Nýsköpunarviðurkenning

Verkefnið "Social Return" valið eitt af fyrirmyndarverkefnum Evrópusambandsins
Starfsendurhæfing Norðurlands hlaut þann heiður í vikunni að vera valið eitt af fyrirmyndaverkefnum Evrópusambandsins í flokki nýsköpunarverkefna. Verkefnið var kynnt á 500 manna ráðstefnu í Brussel með þátttöku yfir þrjátiu landa. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Creation and Innovation“ .