RHA hefur nú tekið saman yfirlit yfir helstu rannsóknasjóði og aðra styrkjamöguleika innanlands og erlendis á helstu fræðasviðum sem Háskólinn á Akureyri starfar á.
RHA minnir á lokafrest til að sækja um styrk til Rannsóknasjóðs Háskólans á Akureyri.
Umsóknareyðublað og reglur sjóðsins er að finna hér á heimasíðu RHA.
Umsækjendur athugi að hafi þeir sótt um styrk í sjóðinn áður og fengið úthlutað, þá þarf framvindu- eða lokaskýrsla að liggja fyrir hjá sjóðstjórn áður en hægt er að afgreiða nýja umsókn.
Umsóknir og fylgigögn skulu vera í tvíriti og þurfa að berast til RHA – Stjórnsýsla rannsókna, Borgum v/Norðurslóð, fyrir kl. 12 miðvikudaginn 1. des. n.k. Séu umsóknargögn póstlögð þarf póststimpillinn að vera eigi síðar en 1. desember. Minnt er á að umsóknir og umsóknargögn skulu einnig berast rafrænt á netfangið rannsoknir@unak.is fyrir sama tímafrest.
Þann 24. ágúst auglýsti ESPON eftir umsóknum um styrki til eftirfarandi rannsóknarþema (Targeted analysis):
a) ADES - Airports as Drivers of Economic Success in Peripheral Regions. (300.000 evrur)
b) AMCER - Advanced Monitoring and Coordination of EU R&D Policies at Regional Level. (350.000 evrur)
Sjá nánar hér.
Umsóknarfrestur er 19 október 2010.